spot_img
HomeFréttirNBA: Leðurboltinn er aftur kominn í umferð ? Garnett með stórleik

NBA: Leðurboltinn er aftur kominn í umferð ? Garnett með stórleik

05:00

{mosimage}
(Þessi verður ekki meira notaður í vetur)

Í nótt var aftur byrjað að spila með gamla leðurboltann í NBA-deildinni og nýji boltinn var settur á hilluna, a.m.k. um stund. Kevin Garnett var einn af þeim sem gagnrýndi nýja boltann sem mest. Hann fékk tækifæri í nótt til að leika með gamla boltann og virtist finna sig vel en hann var með 32 stig og 14 fráköst.

Garnett var mjög ánægður með að vera loksins byrjaður að spila á ný með gamla leðurboltann. Ekki eru allir leikmenn ánægðir með að leðurboltinn sé kominn á ný í umferð. Sú ákvörðun að skipta um bolta á miðju tímabili hefur farið í taugarnar á sumun leikmönnum og þ.á.m. Wally Szczerbiak en honum fannst þessi tímasetning slæm. Hann væri nýbúinn að aðlagast nýja boltanum og nú væri kominn nýr bolti sem hann þyrfti að venjast.

Gerald Green, liðsfélagi Szczerbiaks, höfði ekki miklar áhyggjur af því að búið væri að skipta um bolta. Hann sagði að eins lengi og boltinn væri kringlóttur og hann skoppaði væri hann sáttur.

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -