05:00
{mosimage}
(LeBron mun fljúga eitthvað í kvöld)
LeBron James mun spila með liði sínu Cleveland í kvöld þegar þeir heimsækja New Jersey Nets. Cleveland leiðir einvígið 3-2 og geta með sigri slegið út New Jersey og mætt Detroit í úrslitum Austurstrandarinnar en þeir unnu Chicago í nótt. Ef New Jersey vinnur verður sjöundi leikurinn á sunnudag á heimavelli Cleveland.
LeBron meiddist lítilsháttar á lokasekúndum síðasta leiks þegar hann lenti á varamannabekk sins liðs. Hann var að berjast við Jason Kidd um lausan bolta. Hann meiddist aðeins á hné og fékk skrámur en Cleveland hefur gefið það út að hann spili í kvöld.