13:00
{mosimage}
(41 stig hjá Bryant dugði ekki til í nótt)
Kobe Bryant gerði 41 stig gegn Orlando Magic í NBA deildinni í nótt en það dugði samt ekki fyrir Lakers sem töpuðu öðrum deildarleiknum sínum í röð. Lokatölur gegn Orlando Magic voru 106-103 Orlando í vil. Kobe eins og fyrr segir var með 41 stig en það er það mesta sem hann hefur skorað á leiktíðinni. Kobe fékk tækifæri á lokasekúndunum til þess að koma leiknum í framlengingu en þriggja stiga skotið geigaði og Orlando fagnaði sigri. Stigahæstur í liði Orlando var Jameer Nelson með 27 stig. Dwight Howard klikkaði ekki á tvennunni með 18 stig og 12 fráköst.
Níu aðrir leikir voru í NBA deildinni í nótt og hér koma úrslit þeirra:
Bobcats 103-110 Warriors
76ers 94-95 Pacers
Timberwolves 102-109 Rockets
Nets 103-106 Heat
Hornets 99-90 Kings
Bulls 106-98 Jazz
Bucks 119-85 Clippers
Spurs 107-97 Raptors
Suns 108-101 Nuggets



