spot_img
HomeFréttirNBA: Jason Kidd í sögubækurnar

NBA: Jason Kidd í sögubækurnar

16:40

{mosimage}

Jason Kidd er án efa einn fjölhæfasti leikmaður NBA frá upphafi. Hann leiðir oftast NBA-deildina með flestar tvöfalda þrennur og í ár var hann með 12 slíkar. Næstu leikmenn voru Kevin Garnett og Andre Iguodala með þrjár slíkar. Í úrslitakeppninni náði Kidd því ótrúlega afrek að vera með tvöfalda þrennu að meðaltali í þeim 12 leikjum sem hann lék. Aðeins einn leikmaður hefur náð því líka og það var Oscar Robertson.

Hann skoraði 14.6 stig, gaf 10.9 stoðsendingar og tók 10.9 fráköst ásamt því að stela 1.8 boltum í úrslitakeppninni. Í þessum 12 leikjum náði hann þrisvar sinnum tvöfaldri þrennu. Oft var hann nálægt því ná henni en þá vantaði kannski 1 frákast eða stoðsendingu.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -