spot_img
HomeFréttirNBA: Hvert fer Iverson?

NBA: Hvert fer Iverson?

06:30

{mosimage}

Síðan að Allen Iverson krafðist þess að vera skipt frá Philadelphia hafa fjölmiðlar vestanhafs hafa verið duglegir að bendla hann við hin ýmsu lið. Denver var talið líklegast í upphafi en Boston hefur verið nefnt ítrekað nýlega en bæði þessi lið höfðu áhuga á honum í sumar, en Iverson hefur líst því yfir að hann vilji fara annað hvort til Boston eða Chicago.

Einn helsti vandi við að skipta Iverson er hans stóri samningur en fá lið geta tekið við slíkum samningi án þess að láta marga leikmenn fara. Hann á 3 ár eftir af honum sem mun gefa honum $60.3 milljónir(18.3, 20.1, 21.9) á samningstímanum.

Denver hafði áhuga á Iverson í sumar og vegna þess voru þeir eitt fyrsta liðið sem hann var bendlaður við nú. George Karl, þjálfari Denver, sagði á laugardaginn að þeir höfðu haft áhuga á honum í sumar en taldi ólíklegt að þeir myndu eltast við hann núna. Hann sagði að þegar lið skipta leikmönnum eru þau annað hvort óánægð eða hins vegar að leyta að einhverju. Á þessum tímapunkti var hann ánægður með sitt lið.

Boston Celtics eltust við Iverson í sumar og voru nálægt að ná samningi. Boston ætlar ekki að láta Paul Pierce fara í skiptum fyrir Iverson og því mun einhverjir af hinum fjölda ungu leikmanna liðsins fara að Gerald Green undanskildum. Í gær var talið að Delonte West, Sebastian Telfair, Theo Ratliff og Al Jefferson myndu fara í skiptum fyrir Iverson.

Glen Taylor eigandi Minnesota hefur lýst því yfir að þeir ætli ekki að reyna fá Iverson þó að Kevin Garnett hafi hvatt hann til þess. Til að fá Iverson til Minnesota gætu þeir þurft að láta Garnett frá sér og það eru þeir ekki tilbúnir að gera. En þó þeir gætu fengið Iverson til liðsins án þess að láta þeirra helstu stjörnu fara yrðu ekki margir góðir leikmenn eftir í liðinu. Þar sem Garnett er með álíka stóran samning og Iverson myndi launaþakið gera þeim erfitt fyrir að hafa fleiri góða leikmenn í liðinu. En Kevin Garnett er launahæsti leikmaður NBA í vetur með $21 milljón í vetur.

Marc Cuban lýsti því yfir á laugardagskvöld að Iverson væri ekki á leiðinni til liðsins.

New York hafa áhuga en þeir hafa enga leikmenn sem myndu freista Philadelphia. Leikmenn eins og Steve Francis og Stephon Marbury eru ekki það sem forráðamenn Sixers eru að leyta að.

Indiana hefur líka áhuga en óvíst hvað þeir eru tilbúnir að gera til þess að fá hann.

Spennandi verður að fylgjast með hvert hann fer og ljóst er að Philadelphia mun reyna að skipta honum sem fyrst.

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -