spot_img
HomeFréttirNBA: Houston rekur Jeff Van Gundy

NBA: Houston rekur Jeff Van Gundy

16:23

{mosimage}
(Jeff Van Gundy)

Houston Rockets hafa rekið þjálfarann sinn, Jeff Van Gundy. Þetta kemur kannski ekki á óvart. Það hefur legið í loftinu, síðan Houston datt út úr úrslitakeppninni í 1. umferð, að þeir myndu láta hann fara. Undir stjórn Van Gundy vann Houston 52 leiki og tapaði 30 í vetur.

Þetta er í þriðja skiptið á undanförnum fjórum árum sem Houston hefur dottið út úr 1. umferð úrslitakeppninnar undir stjórn Van Gundy.

Houston átti möguleika á að framlengja samning hans en ákváðu að gera það ekki. Talið er að félagið sé nú þegar búið að hafa samband við Rick Adelman ásamt því að Larry Brown er orðaður við stöðuna.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -