11:32
{mosimage}
New Jersey Nets vann Charlotte Bobcats 113:107, í framlengdum leik í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt en liðið berst við Orlando Magic og Indiana Pacers um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildar. Hvorugt hinna liðanna lék í nótt.
Í Vesturdeildinni eru einnig mörg lið, sem eiga enn möguleika á einum af átta sætunum en þar hafa þrjú lið, Dallas, Phoenix og San Antonio. þegar tryggt sér sæti.
Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:
Philadelphia 93, Miami 85
Utah 118, Memphis 108
L.A. Clippers 111, Washington 105