spot_img
HomeFréttirNBA: Golden State líklegasti áfangastaðurinn ? þessa stundina

NBA: Golden State líklegasti áfangastaðurinn ? þessa stundina

17:15

{mosimage}

Eitt er víst með framtíð Allen Iverson, hann fer í annað lið. Fréttamiðlar vestanhafs eru stútfullir af fréttum um framtíð Iverson og þessa stundina er Golden State talinn líklegasti áfangastaðurinn.

Golden State myndi láta Baron Davis og nokkra unga leikmenn fara til þess að fá Iverson. Boston Celtics eru ennþá líklegir en m.a. hafa Minnesota, Indiana, Chicago, Denver, Charlotte, Sacrament, Dallas og Clippers verið nefnd sem framtíðarlið.

Það þarf að ítreka að það þarf að taka öllum fréttum með fyrirvara enda hefur Iverson verið orðaður við annað hvert lið í NBA.

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -