17:15
{mosimage}
(Camby að troða yfir Yi Yianlian í leiknum í nótt)
Marcus Camby náði hinni eftirsóttu þrennu í nótt gegn Milwaukee en þá skoraði hann 10 stig, varði 10 skot og tók 11 fráköst. Miðherjinn Campy sem er þekktastur fyrir afrek sín varnarmegin var aðeins komin með sjö stig þegar hann var búinn að fylla tuginn í vörðum skotum og fráköstum og vantaði því aðeins 3 stig til þess að ná tvöföldu þrennunni. Hann landaði þrennunni á óvenjulegan hátt en hann setti niður þriggja-stiga körfu, aðeins þeirri níunda á ferlinum.
,,Þeir sögðu mér að ég væri þremur stigum frá þrennunni og ég varð fúll með sjálfan mig vegna þess að ég hafði klúðrað sniðskotum og vítaskotum fyrr í leiknum. Þannig að ég sagði við sjálfan mig. Ef ég fæ tækifærið þá læt ég vaða,” sagði Campy sem hafði heppnina með sér þar sem þriggja-stiga skot hans for ofan í.
Jafnfljótt og þrennan var komin í hús var Campy kominn á bekkinn ásamt Carmelo Anthony félaga sínum en Denver var með þægilegt forskot.
Þetta var þriðja þrenna Campy á ferlinum og sú fyrsta síðan 19. apríl 1998. Hann varði 10 skot í nótt sem er það mesta sem nokkur NBA-leikmaður hefur gert á tímabilinu og engin leikmaður í Denver-búningi hefur varið eins mörg skot síðan Dikembe Mutombo varði 10 skot árið 1995 í leik gegn Minnesota.
Þriggja-stiga karfan hans Campy í nótt var hans níunda á ferlinum í 55 tilraunum en miðherjinn hefur skorað tvær slíkar í vetur í fjórum tilraunum. Ágætis nýting það.
Mynd: AP