15:00
{mosimage}
(Það er amerísk hefð að bleyta aðeins í þjálfaranum þegar sigur er í höfn)
Allir sem horfðu á leik sex milli Boston og Lakers í úrslitum NBA sáu hvert stefndi, Boston að landa titli eftir 22 ár. Leikmenn Boston byrjuðu að fagna vel áður en leikklukann gall og mikil gleði ríkti á varamannabekk Boston sem náði hámarki þegar Paul Pierce, fyrirliði Boston, hellti fullum dunk af Gatorade-drykk yfir þjálfarann sinn Roc Rivers. Þurfti að stöðva leikinn um tíma á meðan gólfið var þrifið. Fagnaði þjálfarinn í blautri og klístraðri skyrtu um kvöldið. Nú hefur skyrtan selst á uppboði og fengust í heildina fyrir hana tæplega 4.5 milljónir króna eða 55.000 dollara.
Skyrtan var boðin upp á góðgerðaruppboði hjá íþróttaútvarpsstöð í Bandaríkjunum og var hún árituð af Doc Rivers og Paul Pierce. Ónefndur aðili lagði fram 35.000 dollara boð í hana og Garorade bætti við 10.000 dollurum og annar ónefndur aðili lagði fram aðra 10.000 dollara og safnaðist því samtals 55.000 dollurum fyrir skítugu skyrtuna.
Er þetta dágóð upphæð og rennur öll upphæðin til Boston Celtics Shamrock Foundation og hefur einn eigandi Boston Steve Pagliuca boðist að bæta við 35.000 dollurum í sjóðinn ef nýji eigandi skyrtunnar kemur fram og býðst til að sýna hana við góð tækifæri.
Mynd: AP