spot_img
HomeFréttirNBA: Er von á Houston?

NBA: Er von á Houston?

14:25

{mosimage}
(Allan Houston hefur átt við meiðsli að stríða undanfarin ár)

Allan Houston, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er að íhuga að leika á ný í NBA-deildinni. Verkurinn sem hann hefur haft í vinstra hné er ekki lengur til staðar og er það í fyrsta skipti í mörg sem að hann finnur ekki til. Umboðsmaður Houston, Bill Strickland, sagði í útvarpsviðtali að Allan væri 90 til 95 prósent viss um að leika vera með í vetur.

Strickland sagði aði Houston verði með einkaæfingu fyrir nokkur útvalin NBA-lið næst komandi þriðjudag og eftir það mun hann ákveða sig. ,,Hann mun taka snögga ákvörðun,” sagði Strickland.

Cleveland og Dallas eru áhugasöm og er talið að Boston, Phoenix, Miami, New Jersey og San Antonio mögulegur áfangastaður.

Strickland vildi ekki segja í viðtalinu hvaða lið verði viðstödd æfinguna.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -