spot_img
HomeFréttirNBA: Ég ætla að halda áfram

NBA: Ég ætla að halda áfram

06:15

{mosimage}
(Horry var vel tekið í San Antonio í gær)

Robert Horry segir að hann vilji spila annað tímabil í NBA. Hann sagði fyrr í vetur að hann væri að hugleiða að hætta en eins og staðan er núna vill hann spila annað ár með San Antonio.

,,Ég hef þegar ákveðið að ég komi aftur, vonandi,” sagði Horry. ,,Það veltur allt á því hvað gerist hér.”

Horry sem hefur verið brennimerktur skúrkur í þessari úrslitakeppni, var hylltur af aðdáendum San Antonio þegar hann kom inná í gærkvöldi. ,,Ég er glaður að aðdáendurnir tóku aftur við mér,” sagði Horry um gærkvöldið. ,,Þetta var fyndið.”

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -