spot_img
HomeFréttirNBA deildin tjáir sig um EuroBasket fjarveru Antetokounpo

NBA deildin tjáir sig um EuroBasket fjarveru Antetokounpo

 

NBA deildin hefur neitað ásökunum gríska körfuknattleikssambandsins um að deildin hafi skipulagt að reyna að halda leikmanni  Milwaukee Bucks, Giannis Antetokounpo, frá lokamóti EuroBasket 2017. Samkvæmt tilkynningu frá deildinni sem birt var á ESPN fóru bæði deildin og liðið eftir öllum skilmálum samkomulags FIBA og deildarinnar.

 

Giannis tilkynnti það á samfélagsmiðlum á laugardaginn að hann myndi ekki vera með gríska liðinu á lokamótinu og var gríska sambandið fljótt að setja spurningamerki við ákvörðunina. Sögðu að þeir hefðu sjálfir prófað hné leikmnnsins og ekki komist að sömu niðurstöðu og lið hans, Miwaukee Bucks. Því hlyti þetta að hafa verið ákveðið og framkvæmt á einhvern óheiðarlegan hátt af þeim.

 

Sagði Takis Tsagronis hjá gríska sambandinu að prófin sem þeir hafi sett leikmanninn í hafi verið einkar nákvæm, einmitt svo liðið hans gæti ekki fundið minnsta ástæðu. Segir hann enn frekar að það sem að Bucks haldi fram sé ekki í takt við veruleikann, eitthvað annað hljóti að vera í gangi.

 

NBA deildin segir þetta þvælu, að meiðsl Giannis hafi verið staðfest margoft hjá þeim og að upplýsingar um að svo sé ekki, sé einfaldlega ekki rétt.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -