10:50
{mosimage}
Dirk Nowitzki skoraði af nærri 6 metra færi þegar 1,3 sekúndur voru eftir af leik Dallas Mavericks og Phoenix Suns og tryggði Dallas sigur, 101:99, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Var þetta áttundi sigurleikur liðsins í röð. Jason Terry skoraði 35 stig fyrir Dallas og Nowitzki 27 en Amare Stoudemire skoraði 25 stig fyrir Phoenix, sem fram að þessum leik hafði unnið átta síðustu útileiki sína.
Tveir aðrir leikir voru í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs vann Ut ah Jazz, 106:83, og Denver Nuggets vann Seattle SuperSonics, 112:98. Allen Iverson skoraði 44 stig fyrir Denver.