21:12
{mosimage}
Mikið hefur verið skrifað um framtíð Vince Carter. Fjölmiðlar hafa talið að hann myndi yfirgefa New Jersey í sumar, en hann er með ákævði í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa liðið. Hann á eitt ár eftir af honum sem myndi gefa honum yfir $16 milljónir í aðra hönd.
Eftir leik New Jersey og Cleveland, þar sem fyrrnefnda liðið fell úr leik, sagði Carter að hann haldi að hann verði áfram. ,,Við sjáum hvað gerist,” sagði Carter. ,,Ég sé mig alveg koma aftur. Ég passa vel inní liðið, við náðum að búa til eitthvað sérstakt þrír okkar: Ég, Jason Kidd og Richard Jefferson. Svo komu menn eins og Nenad Krstic, Mikki Moore og Bostjan Nachbar inn í þetta. Við erum með frábæran kjarna af strákum. Ég myndi vilja halda þeim saman.”
Ef New Jersey heldur Vince Carter ásamt öðrum sterkum leikmönnum í liðinu verður liðið að teljast líklegt til afreka.
Mynd: AP