spot_img
HomeFréttirNBA: Bynum frá fram í nóvember – frestaði aðgerð til að fara...

NBA: Bynum frá fram í nóvember – frestaði aðgerð til að fara á HM og í safarí

Andrew Bynum, miðherji meistara L.A. Lakers, verður frá fram í nóvember en hann er að jafna sig á aðgerð á hægra hné. Bynum(23 ára) þykir mikið efni en hann hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur verið nánast meiddur frá því hann kom í NBA fyrir fimm árum beint úr High School.
Bynum er mættur í æfingabúðir Lakers en verður þó ekki á parketinu fyrr en í nóvember. Hnéið á honum var að stríða honum síðasta vetur og til að mynda var tappað af því tvisvar sinnum í síðustu úrslitakeppni og svo í þriðja sinn að loknu lokaeinvíginu við Boston.
 
Hann frestaði svo aðgerð á hnéinu í sumar til þess að fara á HM í Suður Afríku og fara í safarí. Hvort að sú ákvörðun var tekinn með hagsmuni félagsins að leiðarljósi er ljóst að Bynum er mikilvægur meisturunum ef þeir ætla að ná í þriðja titilinn í röð.
 
Mynd: Andrew Bynum hér í baráttunni við Kendrick Perkins og samherja sinn Kobe Bryant.
 
Fréttir
- Auglýsing -