09:16
{mosimage}
(Það voru allar byssur á lofti hjá Pierce og James í gærkvöldi)
Spennuþrunginn oddaleikur Boston Celtics og Cleveland Cavaliers fór fram á Austurströnd NBA deildarinnar í nótt. Boston hafði betur í leiknum 97-92 þar sem Paul Pierce og LeBron James settu upp sannkallaða stórsýningu. James gerði 45 stig í leiknum, gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst en Pierce setti niður 41 stig fyrir Boston, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst.
Liðsmenn Boston reyndust sterkari á endasprettinum þegar Cleveland reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn sem rann út í sandinn á vítalínunni. Fjórði leikhluti var í járnum og lauk honum jafnt 24-24. ,,The Truth” eins og Paul Pierce er jafnan kallaður var kátur í leikslok enda magnað einvígi að baki þar sem enginn leikur vannst á útivelli og þá mun glíma hans og LeBron James í oddaleiknum seint gleymast.
Mynd: AP