spot_img
HomeFréttirNBA: Besta áhorf síðan 2000

NBA: Besta áhorf síðan 2000

07:00

{mosimage}

Sjötti leikur Boston Celtics og LA Lakers í úrslitum NBA deildarinnar fékk besta áhorf á NBA leik síðan árið 2000 samkvæmt mælingum ABC sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum.

Árið 2000 mættust Lakers og Indiana í úrslitum NBA deildarinnar og hefur áhorfið ekki verið hærra síðan. Á heimasíðu NBA deildarinnar segir að síðasta viðureign liðanna á aðfararnótt miðvikudags hafi fengið 10,7 í ratings einkunn, áhorfseinkunn. Hvaða fjöldi liggur að baki þessari einkunn er ekki tekið fram í fréttinni á heimasíðu NBA en ljóst má vera að áhuginn var gríðarlegur.

Tölurnar sem notaðar eru í mælingunum Vestanhafs eru prósentutölur heimila þar sem er að finna sjónvörp og þau eru líkast til ekki fá í Bandaríkjunum. Fram kemur í fréttinni að meðal áhorfseinkunn í úrslitaeinvíginu þetta árið hafi verið 9,3 en það er minna en þegar Lakers lék síðast til úrslita, árið 2004, en þá var meðaláhorfseinkunn 11,5 svo liðsmenn Lakers njóta mikils fylgis meðal sjónvarpsáhorfenda.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -