spot_img
HomeFréttirNBA: Baron Davis kláraði Bulls

NBA: Baron Davis kláraði Bulls

09:04
{mosimage}

(Davis og félagar gerðu góða ferð til Chicago í nótt) 

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og gerðu liðsmenn Golden State Warriors góða ferð til borgar vindanna er þeir lögðu Chicago Bulls 111-119 í United Center. Baron Davis jafnaði sitt persónulega stigamet í NBA deildinni þegar hann sallaði niður 40 stigum. Hann tók einnig 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 4 boltum. Stigahæstur í liði Bulls var Ben Gordon með 29 stig. Eftir sigurinn í nótt eru Warriors í 3. sæti Pacific riðilsins á Vesturströndinni en Bulls eru í neðsta sæti miðriðils Austurstrandarinnar. 

Toronto Raptors höfðu heimasigur gegn Atlanta Hawks 89-78 þar sem Chris Bosh gerði 35 stig og tók 9 fráköst fyrir Raptors en Joe Johnson gerði 25 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði Hawks. 

Washington Wizards lögðu New York Knicks 111-98 á heimavelli sínum í höfuðborg Bandaríkjanna. Wizards leika enn án leiðtoga síns Gilbert Arenas sem hefur verið meiddur lungann úr leiktíðinni. Antawan Jamison gerði 32 stig og tók 5 fráköst fyrir Wizards en Quentin Richardson var með 21 stig og 6 fráköst í liði Knicks.

Miami Heat töpuðu sínum tólfta deildarleik í röð í nótt er liðið lá 91-98 á heimavelli gegn Portland Trailbalzers. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland með 24 stig og 5 stoðsendingar en Dwyane Wade gerði 37 stig og tók 5 fráköst fyrir Heat. 

Boston Celtics unnu annan leikinn sinn í röð í nótt er þeir skelltu Philadelphia 76ers 116-89 þar sem Ray Allen skoraði 23 stig og tók 6 fráköst í liði Boston. Andre Iguodala gerði 17 stig og gaf 6 stoðsendingar í liði 76ers. Kevin Garnett varði tvö skot í leiknum og komst þannig upp í 23. sæti yfir flest varin skot í NBA deildinni frá upphafi. Með skotunum sem hann varði í nótt komst hann upp fyrir hinn góðkunna Vlade Divac.  

Önnur úrslit næturinnar: 

Detroit Pistons 93-100 Sacramento Kings

Memphis Grizzlies 124-100 Seattle Supersonics

New Orleans Hornets 112-84 Charlotte Bobcats

Utah Jazz 106-88 LA Clippers

Phoenix Suns 115-95 Minnesota Timberwolves

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -