spot_img
HomeFréttirNBA: Arenas tryggði Washington sigur

NBA: Arenas tryggði Washington sigur

10:42 

{mosimage}

Gilbert Arenas hitti úr 3ja stiga skoti í þann mund sem lokaflautan gall í leik Washington Wizards og Milwaukee Bucks í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Með skotinu tryggði Arenas Washington sigur, 108:105, en hann skoraði 32 stig í leiknum.

  

Memphis Grizzlies setti félagsmet er liðið skoraði 144 stig gegn 135 stigum Golden State Warriors, en leikurinn var ekki framlengdur. Mike Miller skoraði 33 stig fyrir Grizzlies en ekkert annað lið hefur skorað jafn mörg stig í einum leik í vetur í NBA-deildinni. Miller skoraði 9 þriggja stiga körfur i leiknum sem er met hjá honum og félagsmet.

Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:

 

Phoenix 100, Toronto 98
Cleveland 107, Boston 104
L.A. Clippers 110, Miami 95
Memphis 144, Golden State 135
Minnesota 103, San Antonio 101
Houston 103, Seattle 96
Utah 98, Philadelphia 87
New York 99, Portland 81.

 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -