spot_img
HomeFréttirNBA: Annar leikur Boston og Lakers í kvöld

NBA: Annar leikur Boston og Lakers í kvöld

19:00

{mosimage}
(Þessi maður þarf að spila á getu í kvöld til þess
          að Lakers eigi möguleika á sigri)

Klukkan 01:00 í kvöld hefst annar leikur Boston og Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar. Boston leiðir einvígið 1-0 eftir frækinn sigur í fyrsta leik. Þeir Paul Pierce og Kendrick Perkins meiddust báðir í sigri Boston en það er talið mjög líklegt að þeir leiki báðir í kvöld. Styrkja þeir lið heimamanna töluvert en leikurinn fer fram á heimavelli Boston.

Kobe Bryant átti erfitt uppdráttar í leik eitt og setti aðeins niður 9 af 26 skotum sínum. Kobe sagði eftir leik að hann hafi klúðrað nokkrum auðveldum skotum en til þess að Lakers eigi möguleika í kvöld verður hann og liðsfélagar hans að setja auðveldu skotin ofaní.

Eftir leik 2 færist einvígið til Los Angeles þar sem næstu þrír leikir fara fram á þriðjudag, fimmtudag og sunnudag.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -