Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeuthcer BC unnu nauman 72-74 útisigur í þýsku Pro A deildinni um helgina. Hörður var í byrjunarliðinu og gerði tvö stig í leiknum á tæpum sautján mínútum.
Hörður var einnig með tvö fráköst og tvo stolna bolta í leiknum en hann brenndi af báðum þristunum sem hann tók og var 1 af 4 í vítum.
MBC eru nú á toppi deildarinnar með 10 stig eins og webmobel Baskets og gamla lið Jóhanns Árna Ólafssonar, Crailsheim Merlins.