6:52
{mosimage}
Páll Axel var stigahæstur
Íslenska karlaliðið tapaði í gærkvöldi fyrir Austurríki í síðasta leik liðsins í þessari törn.
Leiknum lauk með 7 stiga sigri heimamanna en leikurinn var jafn allan tímann og var staðan til dæmis 70:69 þegar 2 mín. voru eftir af leiknum.
Staðan í riðlinum er því þannig að Ísland er í 4. sæti með 1 sigur og 3 töp á undan Danmörku sem er á botninum með 4 töp. Því næst er Austurríki með 2 sigra, Holland með 3 og Svartfjallaland eru taplausir á toppnum.
Hjá okkur var Jón Arnór með 17 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Páll Axel var með 18 stig og 3 fráköst, Sigurður Þorvaldsson var með 11 stig (3/4 í þristum) og 3 fráköst og Helgi og Logi vorum með 7 stig hvor.
Nú er komin árs hlé á þessum riðli en næsta haust víxlast leikjaprógrammið og þá fáum við Austurríkismenn og Hollendinga í heimsókn til Íslands.
Mynd: [email protected]