Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels máttu þola naumt tap á miðvikudagskvöld í meistaradeild Evrópu þegar liðið heimsótti Sparta&K Moscow Region í Rússlandi. Lokatölur leiksins voru 68-65 Rússunum í vil.
Helena var ekki í byrjunarliðinu á miðvikudagskvöld en lék samt í 24 mínútur í leiknum. Hún skoraði 4 stig, tók 2 fráköst og var með 2 stoðsendingar ásamt því að stela einum bolta. Danielle Mc Cray var stigahæst hjá Good Angels með 18 stig.
Good Angels eru sem stendur í 3. sæti C-riðils sem telur alls átta lið og næsti leikur liðsins er gegn BLMA á heimavelli þann 25. janúar næstkomandi.
Staðan í C-riðli hjá Good Angels
|