U20 ára landslið Íslands tapaði í gær70-72 gegn Bretum á Evrópumeistaramótinu í B-deild sem nú fer fram í Bosníu. Ísland átti kost á því að koma leiknum í framlengingu en skot Martins Hermannssonar geigaði og Bretar fögnuðu því sigri. Ísland leikur því um 13.-16. sæti á mótinu og mætir Hollendingum á morgun.
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur í leiknum í gær gegn Bretum með 20 stig og 10 fráköst. Næstur honum var Ægir Þór Steinarsson með 19 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta.
Í hinum leiknum um sæti 13-16 mætast Rúmenía og Bretland og hefjast báðir leikir kl. 17.30 að staðartíma eða kl. 15.30 að íslenskum tíma.
Úrslit Íslands á mótinu til þessa:
Ísland 78-82 Bosnía
Ísland 73-78 Ísrael
Ísland 69-80 Belgía
Ísland 97-84 Hvíta-Rússland
Ísland 76-87 Finnland
Ísland 70-72 Bretland
Mynd/ Haukur Helgi Pálsson var með tvennu í gær, 20 stig og 10 fráköst.