spot_img
HomeFréttirNær Valur loks í sigur?

Nær Valur loks í sigur?

Einn leikur fer fram í Dominos deild kvenna á þessum sunnudegi auk tveggja leikja í 1. deild karla og einn leikur fer fram í 1 deild kvenna.

 

Valur tekur á móti meiðslahrjáðu liði Grindavíkur á Hlíðarenda kl 16:15 en Valskonur eru enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Grindavík aftur á móti hefur unnið einn leik en þær Ingunn Embla og Ingibjörg Jakobsdóttir eru að öllum líkindum frá vegna meiðsla sem er mikill missir fyrir þunnskipað lið Grindavíkur.

 

Stórleikur fer fram í fyrstu deild karla er Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn. Fjölnir hefur unnið þrjá leiki en Breiðablik tvo. Bæði lið ætla sér stóra hluti í fyrstu deildinni í vetur og verður skemmtilegt að sjá þau kljást. Leikurinn fer fram klukkan 18:30 í Dalhúsum

Þá fær ÍA heimsókn frá Ísafirði er Vestri mætir á Vesturgötuna klukkan 19:15. Bæði lið eru án sigurs og því ljóst að annað liði mun vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

 

Í fyrstu deild kvenna mætast svo Fjölnir og Keflavík B klukkan 16:00 í Dalhúsum en þar fer fram tvíhöfði annað kvöld sem sjá má í beinni útsendingu á Fjölnir TV.

 

Mynd / Tomasz Kolodziejski

Fréttir
- Auglýsing -