spot_img
HomeFréttirNær Keflavík að spyrna sér af botninum?

Nær Keflavík að spyrna sér af botninum?

Enn einn föstudagurinn runninn upp og í þetta skiptið sem oftar uppfullur af körfubolta. Tíundu umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Keflavík hefur nú ekki unnið leik síðan 3. nóvember og situr í fallsæti. Liðið fær heldur betur lið sem er á eldi þessa dagana en Þór Akureyri hafa átt frábæra leiki uppá síðkastið. 

 

Þór Þ. hefur einnig ekki unnið í langan tíma í deildinni og fær Skallagrím í heimsókn. Að lokum mætast nágrannaliðin Haukar og Stjarnan að Ásvöllum í hörkuleik. 

 

Svokallaður tvíhöfði fer fram í Dalhúsum er karla og kvenna lið Fjölnis spila bæði mjög mikilvæga leiki í 1. deildunum. Þar að auki fara fram tveir aðrir leikir í 1. deild karla. 

 

Alla leiki dagisns má sjá hér að neðan: 

 

Dominos deild karla.

Þór Þ. – Skallagrímur 
Þór Ak. – Keflavík (Beinni á Thorsport.is)
Haukar – Stjarnan (Beinni á Stöð 2 Sport)
 

1. deild kvenna.
Fjölnir – KR (Beinni á Fjölnir TV)

1. deild karla.

Fjölnir – Valur  (Beinni á Fjölnir TV)
ÍA-Höttur 
Hamar-Vestri

 

 

Mynd / Bára Dröfn – Komast Hörður Axel og félagar á sigurbraut með ferðalagi til Akureyrar. 

Fréttir
- Auglýsing -