Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur sinn fjórða leik í dag á Evrópumótinu í Rúmeníu.
Ísland leikur í A-riðli og leika gegn Úkraínu, Eistlandi, Danmörku og Írlandi áður en leikið verður um sæti.
Til þessa hefur liðið unnið tvo leiki og tapað einum.
Fjórði leikur liðsins er gegn Úkraínu kl. 10:30 í dag.
Leikurinn er sá síðasti sem Ísland leikur í riðlakeppni mótsins. Fari svo að þeir vinni munu þeir komast í átta liða úrslit mótsins, en ekki ef þeir tapa, þar sem liðin eru jöfn að sigrum í 2.-3. sæti A riðils.
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði
Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 18 ára liðs drengja
Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér.