Leikmaður íslenska landsliðsins, Brynjar Þór Björnsson, er duglegur að deila myndböndum í gegnum síðu körfuboltaþjálfunar sinnar á Facebook. Landsliðið er þessa dagana á æfingamóti í Kazan í Rússlandi, en þar fékk Brynjar miðherja liðsins, Tryggva Hlinason til þess að hjálpa sér að sýna fólki hvernig tilfinningin er að láta sjö feta leikmann (er 7.1 fet eða 216 cm) troða boltanum yfir sig.