spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Öruggt hjá Skallagrím í Kennó

Myndasafn: Öruggt hjá Skallagrím í Kennó

Ármenningar fengu Skallagrím í heimsókn í Íþróttahús Kennaraháskólans í 1. deild karla í kvöld. Lokatölur reyndust 77-98 Skallagrím í vil. Ármenningar áttu nokkrar ágætar rispur í síðari hálfleik en þegar þeir komust hvað nærri stungu gestirnir af á nýjan leik.
 
Með sigrinum í kvöld eru Borgnesingar í 2. sæti deildarinnar með 10 stig en Ármenningar eru í 9. sæti með 2 stig. Dominique Holmes fór mikinn í liði Skallagríms með 34 stig og 8 fráköst en hjá Ármanni var Birkir Heimisson með 21 stig.
 
 
Stigaskor leiksins:
 
Ármann-Skallagrímur 77-98 (15-23, 17-21, 24-29, 21-25)
 
Ármann: Birkir Heimisson 21, Snorri Páll Sigurðsson 16/5 fráköst, Jón Rúnar Arnarson 13/5 fráköst, Illugi Auðunsson 8/6 fráköst, Egill Vignisson 7, Bjarki Þórðarson 5, Eiríkur Viðar Erlendsson 3, Hafþór Örn Þórisson 2, Eysteinn Freyr Júlíusson 2, Sverrir Gunnarsson 0, Pétur Þór Jakobsson 0, Eggert Sigurðsson 0.
 
Skallagrímur: Dominique Holmes 34/8 fráköst, Sigurður Þórarinsson 14/4 fráköst, Lloyd Harrison 12, Óðinn Guðmundsson 9, Sigmar Egilsson 7, Birgir Þór Sverrisson 7/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 6, Elfar Már Ólafsson 5, Hilmar Guðjónsson 2, Skúli Ingibergur Þórarinsson 2, Davíð Guðmundsson 0, Andrés Kristjánsson 0.
 
Fréttir
- Auglýsing -