Reykjavíkurliðin Valur og ÍR mættust í 32 liða úrlsitum Poweradebikarkeppninnar í gær þar sem úrvalsdeildarlið ÍR hafði öruggan sigur á Valsmönnum. Lokatölur í Vodafonehöllinni í gær voru 71-98 ÍR í vil.
Björgvin Rúnar Valentínusson var stigahæstur Valsmanna með 19 stig en hjá ÍR var Kelly Beidler með 24 stig og 9 fráköst.