spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Meistarar KR opnuðu Reykjavíkurmótið með sigri

Myndasafn: Meistarar KR opnuðu Reykjavíkurmótið með sigri

 
Reykjavíkurmót karla í körfuknattleik hófst í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar KR tóku á móti Valsmönnum sem eru nýliðar í Iceland Express deild karla þetta tímabilið. Ágúst Björgvinsson stýrði liðinu í dag en undir kvöldmat tilkynntu Valsmenn að hann væri nýráðinn þjálfari meistaraflokks karla og mun því stýra báðum Valsliðunum á komandi tímabili.
Valsmenn bitu vel frá sér í upphafi leiks og leiddu 20-26 að loknum fyrsta leikhluta en hægt og sígandi komust meistarar KR betur í gírinn og kláruðu leikinn 95-74. Tariu var stigahæstur í liði KR með 26 stig og Ágúst Angantýsson bætti við 17 stigum og þá var Kristófer Acox með 11 stig og fjögur þeirra komu úr sannkölluðum skrímslatroðslum.
 
Hjá Valsmönnum var Igor Tratnik með 29 stig og Birgir Björn Pétursson með 13 en Valsmenn, eins og greint var frá í dag, bíða nú eftir tveimur Bandaríkjamönnum.
 
Fréttir
- Auglýsing -