Landsliðið æfði nú í hádeginu í Hartwall Arena fyrir leikinn á morgun gegn Slóveníu. Létt var yfir hópnum en leikmenn fengu að hitta fjölskyldur og fara út af landsliðshótelinu í gærkvöldi eftir tvo erfiða leiki.
Ein æfing fór fram í dag hjá Íslandi en Hlynur Bæringsson tók ekki þátt í æfingunni, þetta staðfesti Arnar Guðjónsson við Karfan.is eftir æfingu.
Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur sem var í 15 manna hóp liðsins var þó meðal leikmanna í dag á æfingunni og var með félögunum. Ólafur vann einmitt miðjuskotskeppnina í dag eftir einvígi við Pavel Ermolinskij.