spot_img
HomeFréttirMyndasafn: KR í úrslit Lengjubikarsins

Myndasafn: KR í úrslit Lengjubikarsins

Það var ljóst í gær í viðureign KR og Hauka í Lengjubikar kvenna að sæti í úrslitum var í húfi. Bæði lið börðust af krafti og lögðu sig mikið fram að knýja fram sigur. Í lokin reyndust KR-ingar sterkari eftir frábæra endurkomu frá Haukum.
Jafnræði var með liðunum í upphafi en um miðjan 1. leikhluta skildi með liðunum og KR-ingar leiddu etir það með 8-10 stigum.
 
Það var ekki fyrr en í upphafi 4. leikhluta að Haukar náðu að saxa jafnt og þétt á forskot KR-inga. Þeir minnkuðu muninn hratt. Lokamínúturnar voru æsispennandi og KR-ingar náðu að halda Haukum ávallt aðeins frá sér.
 
Haukar fengu tækifæri til að komast yfir þegar um 10 sekúndur voru eftir og staðan 70-69 fyrir KR. Skot Hauka geigaði og leikurinn kláraðist á vítalínunni. KR vann 71-69.
 
Stigahæst hjá KR var Hildur Sigurðardóttir með 30 stig og hjá Haukum skoraði Alysha Harvin 24.
 
 
Ljósmyndir/ tomasz@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -