Tomasz Kolodziejski, ljósmyndari karfan.is var á leik Hauka og Keflavíkur í Iceland Express deild karla í dag. Keflavík vann leikinn með 16 stiga mun, 73-89, með Jeleesa Butler í broddi fylkinar en hún skoraði 24 stig, hirti 10 fráköst og varði 4 skot í leiknum. Hin unga og efnilega Sara Rún Hinriksdóttir var aftur meðal stigahæstu leikmanna með 20 stig en hún hefur nú skorað 14.8 stig að meðaltali í þeim 5 leikjum sem liðin eru af tímabilinu og það aðeins 15 ára gömul.
Í liði Hauka var Jence Ann Rhoads nálægt tvöfaldri þrennu með 21 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.
Myndasafnið sem Tomasz tók má finna hér