Tomasz Kolodziejski var með myndavélina á lofti í gærkvöldi þegar Keflavík mætti í Ásgarð og fór heim með tvö dýrmæt stig. Töluverð harka var í leiknum og á lokasprettinum gerðu Garðbæingar heiðarlega tilraun til þess að komast nærri Keflvíkingum en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Við minnum á að hægt er að fá myndir í fullri upplausn á sanngjörnu verði – hafið samband á [email protected] eða beint við ljósmyndara.