spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMyndasafn: Ármenningar lyftu deildarmeistaratitlinum

Myndasafn: Ármenningar lyftu deildarmeistaratitlinum

Ármann tryggði í kvöld efsta sætið í 1. deild kvenna þetta árið og er þar með deildarmeistari.

Heimakonur þurfti á sigri að halda í kvöld til þess að tryggja sigurinn en gestirnir frá Ísafirði sátu í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Óhætt er að segja að sigur Ármanns hafi aldrei verið í hættu en liðið náðu forystu snemma leiks og unnu að lokum mjög sannfærandi sigur, 80-46.

Frábær mæting var á leikinn í íþróttahúsi Kennaraháskólans en segja má að húsið hafi verið svo gott sem fullt. Það brutust því út mikil fagnaðarlæti í lok leiks þegar titilinn var í húsi. Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ veitti svo liðinu verðlaunin að leik loknum.

Ármann er því með heimaleikjarétt út úrslitaseríuna en liðið mætir Hamri/Þór í undanúrslitum sem laumuðu sér inní úrslitakeppnina með frábærum lokasprett í deildinni.

Bikarinn var sá fyrsti í sögu Ármanns sem vinnst í körfuknattleik kvenna og fyrsti titill félagsins í körfubolta í fjölmörg ár.

Tölfræði leiksins

Myndasafn frá verðlaunaafhendingu og úr leiknum má finna hér

Fréttir
- Auglýsing -