spot_img
HomeFréttirMyndasafn: 180 krakkar skemmtu sér á Norðurálsmótinu

Myndasafn: 180 krakkar skemmtu sér á Norðurálsmótinu

Það voru 180 kátir krakkar sem héldu heim á leið úr íþróttahúsinu í Borgarnesi sunnudaginn 11. desember síðastliðin með bros á vör og glæsileg verðlaun eftir frábæra frammistöðu á körfuboltavellinum. Þarna erum við að tala um Norðurálsmót Skallagríms í körfubolta og voru keppendur á aldrinum 6-11 ára.
 
 
Stigin voru ekki talin og var það leikgleðin sem skein úr andlitum þessara framtíðarstjarna íslensks körfubolta. Eins og áður sagði voru 180 keppendur sem tóku þátt og voru þeir frá liðum víðsvegar af landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem Skallagrímur heldur svona stórt körfuboltamót fyrir yngstu iðkendurnar og vonast Borgnesingar til þess að þetta mót sé komið til þess að vera.
 
Bestu kveðjur og þakkir fyrir mótið
Finnur Jónsson
Mótsstjóri
 
Fréttir
- Auglýsing -