23:14
{mosimage}
Bandaríkjamaðurinn Isma´il Muhammad mun fylla skarð Tim Ellis í Keflavíkurliðinu í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Ellis fékk reisupassann yfir hátíðarnar en óvíst er hvort Muhammad nái til landsins fyrir leik Keflavíkur og Snæfells sem fram fer í Stykkishólmi á morgun.
Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að Muhammad væri að koma úr D-deildinni en þaðan sækir NBA deildin oft í leikmenn þegar meiðsli hrjá lið í deildinni. „Muhammad var með lausan samning frá D-deildinni en hann er búinn að vera meiddur undanfarið,“ sagði Sigurður.
Muhammad lék með Georgia Tech háskólanum og er að verða 24 ára gamall. Muhammad var á háskólaárum sínum mikill háloftafugl og þótti sérlega sterkur varnarmaður. Til eru myndbönd af honum á youtube.com þar sem hann sést troða yfir mann með því að hoppa yfir hann. Spurning hvort starfsfólkið í Sláturhúsinu þurfi ekki að fara að styrkja körfurnar í Sláturhúsinu.
Frétt af www.vf.is
{mosimage}