spot_img
HomeFréttirMontepaschi Siena ítalskur meistari

Montepaschi Siena ítalskur meistari

20:50

{mosimage}

Montepaschi Siena tryggði sér í kvöld ítalska titilinn í körfubolta í þriðja skipti í sögunni þegar liðið lagði Lottomatica Roma 92-81 og vann því einvígið 4-1. Þar með er draumur Jóns Arnórs Stefánssonar um titil á þessu tímabili horfinn. Jón Arnór lék í 19 mínútur í kvöld og skoraði 2 stig.

Romamenn byrjuð vel í leiknum og var jafnt á flestum tölum í fyrsta leikhluta, heimamenn í Siena náðu svo frumkvæðinu og voru skrefinu á undan það sem eftir var leiks. Roma tókst þó að minnka muninn í 3 stig í fjórða leikhluta en það dugði ekki og Siena vann með 11 stigum.

Marvin Bootsy Thornton var stigahæstur heimamann með 17 stig og Terrel McIntyre skoraði 16. Robo Ukic skoraði 17 fyrir Roma og David Hawkins 15. Jón Arnór lék sem fyrr segir í 19 mínútur og skoraði 2 stig, hitti úr öðru tveggja stiga skoti sínu en klikkaði á öllum þremur þriggja stiga.

Jón Arnór er því kominn í sumarfrí og nú styttist í að hann komi til Íslands og hefji undirbúning með landsliðinu fyrir verkefni haustsins. Þá á eftir að koma í ljós hvað hann gerir næsta vetur en miklar væringar eru í Romaliðinu og sumar hverjar ekki tengdar íþróttum.

[email protected]

Mynd: La Gazzetta

Fréttir
- Auglýsing -