spot_img
HomeFréttirMölbrotin mótspyrna gaf Snæfelli sigur

Mölbrotin mótspyrna gaf Snæfelli sigur

 

 

Bæði Snæfell og Stjarnan með ákveðnar skoðanir á toppbaráttunni og vilja vera þar til loka og þessi lið mættust einmitt í dag í Stykkishólmi og bæði með þrjá sigra í farteskinu eftir fjóra leiki en það var eitthvað sem gleymdist hjá Stjörnunni í upphafi og Snæfell gekk á lagið og kláruðu leikinn 70-50.

 

 

Hvar skiljast leiðir og af hverju?

Gunnhildur Gunnarsdóttir byrjaði á setja niður tvo þrista og fyrstu sex stig leiksins og strax í upphafi Snæfell komust upp frá því í 10-0 og áður en langt um leið 22-6 og þegar fyrsti leikhluti var úti voru Snæfellstelpur búnar að taka Stjörnuna á taugum og leiddu auðveldlega 30-6. Þó snemma hafi verið þá var fyrsti hluti þáttaskilin í leiknum. Vörn Snæfells var nánast óaðfinnaleng gagnvart óstyrkri Stjörnunni og Snæfell framkvæmdi svo sóknir sínar með hverri körfunni gegn galopinni vörn gestanna. Þannig maulaðist kakan í fyrri hálfleik og Snæfell komnar með alla stýringu á leiknum og staðan þá orðin 47-23.

 

 

Hverjar voru aðal?

Gunnhildur Gunnarsdóttir var aðal og án efa olían sem dreif vélina og var búin að setja 4 af 5 þristum í fyrri hálfleik og batt saman vörnina þó ekki hafi þurft að reifa þetta mikið saman hjá mjög samstilltu liði Snæfells og erfitt að taka einhverja fleiri út.

 

 

Tölurnar tala.

Fyrrri leikhluti talar sínu máli 53% skotnýting hjá Snæfelli gegn 26% Stjörnunnar sem misstu boltann 12 sinnum og Snæfell settu 21 stig niður úr slíkum mistökum gestanna. Snæfell setur niður 8 þrista af 12 í fyrri hálfleik. Taylor Brown endaði með 19 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir 17 stig, Pálina Gunnlaugsdóttir kláraði á 14 stigum. Hjá Stjörnunni voru Bríet Sif og Danielle Rodriguez með 16 stigin hvor.

 

 

Í hnotskurn.

Snæfell einfaldlega eignaði sér leikinn í fyrsta hluta og Stjörnustúlkur voru með hugafarið í Borgarnesi sem þó kom í öðrum hluta sem skildist jafn 17-17 en mótlætið var orðið of mikið í upphafi og með galopna vörn og ragar sóknir gegn Snæfelli heima er einfalt no no. Staðan eftir þriðja fjórðung var 58-34 og leikurinn í meira jafnvægi, 11-11, í þeim hluta. Heimastúlkur voru kannski að slaka of mikið á í þeim fjórða sem Stjarnan sótti 12-16 en ógnin var lítil og ekkert í leiknum sem átti í raun að pikka þessa forystu upp fyrir gestina og Snæfell hirti þægilegan sigurinn 70-50.

 

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín

 

Mynd / Bára Dröfn
 

Fréttir
- Auglýsing -