spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Hörður með 4 stig í sigurleik

Molar að utan: Hörður með 4 stig í sigurleik

12:24 

{mosimage}

Það gengur hvorki upp né ofan hjá Vigo, liði Jakobs Sigurðssonar, í spænsku LEB2deildinni. Á laugardag heimsóttu þeir lið Akasvayu C.B. Vic og töpuðu 58-78 og varJakob með 6 stig, hitti úr 3 af 3 tveggja stiga skotum sínum    

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Dunas Hotels Gran Canaria tóku á mótiBansander C.Universidad Europea de Madrid í B riðli EBA deildarinnar. Hörður ogfélagar sigruðu örugglega 79-66 í leik þar sem Hörður skoraði 4 stig og gaf 3stoðsendingar.    

 Helgi Már Magnússon og félagar í Boncourt töpuðu með 2 stigum, 85-87, fyrir BristalStarwings. Tölfræði úr leiknum hefur ekki borist.    

BV TU Chemnitz sem Mirko Virijevic spilar með tapaði sínu fyrsta leik í 2.Bundesliga suður í gær þegar þeir heimsóttu Crailsheim Merlins og fóru leikar 87-84. Mirko skoraði 7 stig og tók 5 fráköst. 

Fréttir
- Auglýsing -