spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Fyrsti sigur Valencia í höfn

Molar að utan: Fyrsti sigur Valencia í höfn

21:47 

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia unnu góðan sigur á heimavelli ásunnudaginn þegar þeir tóku á móti Etosa Alicante 90. Jón Arnór lék í 32 mínútur ogskoraði 11 stig. Þetta er fyrsti sigur Valencia á tímabilinu. 

   Annan leikinn í röð var Pavel Ermolinskij í leikmannahópi aðalliðs Unicaja en þeirheimsóttu Akasvayu Girona 95 og töpuðu 90-98 en Pavel kom ekki við sögu í leiknum.   

Það er ekki nóg með að Pavel Ermolinskij hafi verið í leikmannahópi Unicaja í dag

heldur lék hann nú í kvöld með varaliðinu, Axarquia gegn Beirasar Rosalia á

heimavelli. Heimamenn fóru með sigur 76-71 og skoraði Pavel 2 stig. 

  

Damon Johnson og félagar í L'Hospitalet heimsóttu Palma Aqua Magica í kvöld og

sigruðu 88-83 og skoraði Damon 8 stig og gaf 4 stoðsendingar.

Helgi Freyr Margeirsson og Matthías Rúnarsson heimsóttu dönsku meistarana í Horsens IC á sunnudag og má segja að þeir hafi ekki sótt gull í greipar þeirra. Heimamenn sigruðu  84-64 og skoraði Helgi 4 stig á þeim 6 mínútum sem hann lék en Matthías komst ekki á blað.    

Þá sigruðu lærisveinar Kevins Grandbergs í Glostrup sinn fyrsta leik í dönsku 1.deildinni þegar þeir sigruðu Skjold/Stevensgade 102-100 á heimavelli. Glostruptapaði fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gegn tveimur efstu liðum deildarinnar Herlev og Høbas. Kevin leikur einnig með liðinu.

Mynd: www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -