spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Enn tapar Vigo

Molar að utan: Enn tapar Vigo

10:37

{mosimage}

Gestiberica Vigo, lið Jakobs Sigurðssonar og Axarquia, lið Pavels Ermolinskij áttust

við í spænsku annarri deildinni í gær á heimavelli Vigo og fóru gestirnir með sigur

81-70. Jakob skoraði 11 stig í leiknum en Pavel lék ekki með Axarquia í þetta

skiptið. Axarquia hefur því unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni á meðan

Vigo hefur aðeins unnið 1. 

 

Pavel lék með aðalliði Axarquia í gær, Unicaja Malaga, en þeir léku á heimavelli gegn Lagun Aro Bilbao Basket 79 og sigruðu þann leik 92-79. Pavel kom ekki við sögu í leiknum. 

  

Damon Johnson og félagar í L'Hospitalet léku gegn Tenerife Rural og sigruðu 71-62 í

leik þar sem Damon spilaði í 29 mínútur en skoraði ekki stig. Hann tók þó 4 fráköst

og gaf 3 stoðsendingar. L'Hospitalet hefur sigrað í 2 af fyrstu 4 leikjum sínum í

spænsku 1. deildinni. 

  

Randers sem þeir Helgi Freyr Margeirsson og Matthías Rúnarsson leika með komst áfram í dönsku bikarkeppninni þegar þeir sigruðu 2. deildarlið Kolding 122-54 á útivelli. Matthías skoraði 10 stig í leiknum en Helgi Freyr lék ekki með að þessu sinni.

Fréttir
- Auglýsing -