Það var mögnuð umgjörð og flott stemming sem fólk upplifði hjá gestgjöfunum Mostra í Stykkishólmi þegar Íslands og bikarmeistarnir í KR mættu til að etja kappi í 32 liða úrslitum Poweradebikarsins. Glæsileg kynning að hætti Haffa Gunn, tónlistarval Nonna Mæju, happdrætti og verðlaunaskot. Hrúturinn Móri, lukkudýr og aðaláhugamál Mostramanna var mættur ljóslifandi í Fjárhúsið sem lyktaði loks eins og slíkt. Móraskotið í hálfleik fólst í því að ef Móri þægi brauð úr höndum þess sem greip boltann þá fengi sá að taka skot frá miðju. Ef skotið færi í körfuna yrði Móri eign hins heppna, en það geigaði og Móri enn eign Óskars Hjartarsonar frá Helgafelli.
Þó að hátt í tvær deildir séu að milli liðanna var barátta Mostramanna, sem eru í 1. sæti A-riðils 2.deildar, til fyrirmyndar og ekki að sjá mikinn mun á liðunum í fyrsta hluta. KR komst fljótt í forystuna 4-7 en Óskar Hjartarson jafnaði með góðum þrist og hans menn að berjast vel varnarlega. KR hélt sínu skrefi á undan þar til góður kafli Mostra kom sem jöfnuðu aftur 16-16 og KR missti boltann oft klaufalega. KR leiddi eftir fyrsta hluta 16-22 og stukku aðeins frá undir lokin.
Það var svo annar fjórðungur sem fór með Mostra sem töpuðu honum 9-22 og munur liðanna að koma í ljós. Þar tók KR góðann 12-0 sprett úr 20-26 í 20-38. Þar sem Emil Þór stal boltanum þrsivar og Martin, Hreggviður og Skarpéðinn skoruðu grimmt. Staðan í hálfleik var 25-44 fyrir KR og Mostri átti brattann að sækja en höfðu sýnt fína takta.
Hjá Mostra var Þorbergur Helgi Sæþórsson var kominn með 12 stig og 3 fráköst og Óskar Hjartarson 7 stigog 3 fráköst. Í liði KR var Martin Hermannsson kominn með 10 stig og 9 fráköst. Hreggviður Magnússon og Skarphéðinn Ingason vorum með 9 stig hvor.
Seinni hálfleikur var örugg forysta KR sem bættu bara við og staðan 35-74 eftir þriðja hluta. KR gerðust harðir og pressuðu um allan völl strax í upphafi seinni hálfleiks sem var svo sem ekkert rosagóð en uppskeran 15-0 sprettkafli KR og staðan 25-57. Mostri bætti í baráttuna í fjórða hluta en munurinn orðinn 50 stig 50-100 þegar á leið þar sem Ólafur Ægisson grýtti niður hverjum þristnum af fætur ðrum alls sex stykki og bikarmeistararnir lönduð auðveldum sigri 54-106 þar sem Edward Horton fékk reisupassann fyrir leik en fleiri fengu að hvíla heima eins og Finnur Magnússon, Páll Fannar Helgason og fleiri.
Mostramenn fá hinsvega 12 af 10 mögulegum fyrir fagmannlega umgjörð sem nutu aðstoðar frá stjórn og leikönnum Snæfells og mega bera höfuðið hátt að gera slíkann leik, sem þessi var, að góðri skemmtun fyrir fjöldann allann af áhorfendum sem fengu skemmtilegar uppákomur að ógleymdri hetjulegri baráttu 2.deildar liðs Mostra sem gerðu hvað þeir gátu gegn sterku liði KR. Móraskotið gekk ekki úr þetta árið og óvíst hvort það verði nokkurn tíma aftur skotið miðjuskoti fyrir Hrút í körfuboltaleik aftur en þetta var vissulega nýtt í íslenskri körfuboltasögu.
Stig Mostra: Þorbergur Helgi Sæþórsson 22/3 frák. Óskar Hjartarson 18/9 frák/3 stolnir. Gunnlaugur Smárason 4/6 frák/3 stoðs. Snjólfur Björnsson 4/3 frák. Guðmundur Helgi Þórsson 3. Arnþór Pálsson 2. Árni Ásgeirsson 1/6 frák/5 stoðs. Bjarne Omar Nielsen 0. Bjarki Hjörleisson 0. Ísak Hilmarsson 0. Steinar Már Ragnarsson 0.
Stig KR: Ólafur Már Ægisson 22/3 stoð. Jón Orri Kristjánsson 21/13 frák. Hreggviður Magnússon 15/8 frák/3 stoðs. Skarphéðinn Ingason 14/5 frák. Martin Hermansson 14/13 frák/4 stoðs. Emil Þór Jóhannsson 13/3 frák/ 4 stoðs/4 stolnir. Högni Fjalarsson 4. Egill Vignisson 3. Vilhjálmur Karl 0. Illugi Auðunsson 0.
Símon B. Hjaltalín