spot_img
HomeFréttirMögnuð frammistaða Martins gegn Bretum í myndbandi

Mögnuð frammistaða Martins gegn Bretum í myndbandi

Martin Hermannsson skoraði 22 stig og skaut 10/14 í leiknum gegn Bretum um síðustu helgi. Hann mætti óhræddur og í vígahug í leikinn. Réðst á körfunna þegar hann sá minnstu glufur í varnarleik Bretanna. Undir loks leiksins voru hann og Haukur Helgi einráðir í sókn Íslendinga og var nýting þeirra á þessum tíma leiksins með afburðum góð.
 
Hér sést myndband sem undirritaður klippti saman með helstu afrekum Martins í leiknum…. neeeeema hvað það vantar aðalkörfuna hans. And-1 körfuna þar sem hann hékk í loftinu í u.þ.b. viku áður en hann smokraði boltanum á einhvern óskiljanlegan hátt ofan í körfuna. Sá sem þetta skrifa er búinn að naga sig í gegnum handarbakið fyrir að hafa ekki náð þeim tilþrifum á myndband.
 
Helstu tilþrif Hauks Helga Pálssonar úr leiknum verða svo birt hérna á morgun, sunnudag 17. ágúst.
 
 
 
Mynd: Gunnar Freyr Steinsson – gunnarfreyr.com
Fréttir
- Auglýsing -