Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir stendur í ströngu þessa dagana en lið hennar Miskolc er komið í undanúrslit í ungversku úrvalsdeildinni. Miskolc leikur gegn PEAC-Pecs í undanúrslitum en liðin höfnuðu í 2. og 3. sæti í deildarkeppninni en PEAC-Pecs tóku fyrsta leikinn 62-53 og leiða því 1-0.
Helena gerði sjö stig í leiknum á 24 mínútum, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu. Næsti leikur fer fram á heimavelli PEAC-Pecs á morgun, föstudaginn 18. apríl.