spot_img
HomeFréttirMinnesota Timberwolves með fyrsta valrétt í nýliðavalinu

Minnesota Timberwolves með fyrsta valrétt í nýliðavalinu

Dregið var í kvöld í lotteríi fyrir nýliðaval NBA deildarinnar. Niðurstaðan sú að það verða Minnesota Timberwolves sem fá fyrsta valrétt, annan fengu Golden State Warriors og þann þriðja Charlotte Hornets.

Almennt er sá hópur sem skráður er í valið þetta árið ekki talinn jafn sterkur og hann er venjulega. Talið er að í einhverri röð verði það Anthony Edwards, LaMelo Ball og James Wiseman sem fari með fyrstu þremur valmöguleikunum. Þar á eftir sé nokkur munur á gæðum leikmanna, þar sem að Obi Toppin, Deni Avdija, Onyeka Okongwu og Isaac Okoro eiga eftir að raða sér í valið frá 4 niður í 7.

Nýliðaval deildarinnar átti upphaflega að fara fram þaann 25. júní síðastliðinn, en var frestað til 16. október vegna heimsfaraldurs Covid-19

Hér fyrir neðan má sjá hvernig dregið var í fyrstu umferð nýliðavalsins:

1. Minnesota Timberwolves

2. Golden State Warriors

3. Charlotte Hornets

4. Chicago Bulls

5. Cleveland Cavaliers

6. Atlanta Hawks

7. Detroit Pistons

8. New York Knicks

9. Washington Wizards

10. Phoenix Suns

11. San Antonio Spurs

12. Sacramento Kings

13. New Orleans Pelicans

14. Boston Celtics (frá Grizzlies)

15. Orlando Magic

16. Portland Trail Blazers

17. Minnesota Timberwolves (frá Nets)

18. Dallas Mavericks  

19. Brooklyn Nets (frá 76ers) 

20. Miami Heat 

21. Philadelphia 76ers (frá Thunder) 

22. Denver Nuggets (frá Rockets) 

23. Utah Jazz  

24. Milwaukee Bucks (frá Pacers)

25. Oklahoma City Thunder (frá Nuggets) 

26. Boston Celtics

27. New York Knicks (frá Clippers)

28. Los Angeles Lakers

29. Toronto Raptors 

30. Boston Celtics (frá Bucks)

Fréttir
- Auglýsing -