spot_img
HomeFréttirMilwaukee Bucks einum sigri frá fyrsta meistaratitil félagsins frá 1971

Milwaukee Bucks einum sigri frá fyrsta meistaratitil félagsins frá 1971

Milwaukee Bucks tóku forystuna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar á útivelli gegn Phoenix Suns, 123-119.

Bucks eru því komnir með 3-2 yfirhönd í seríunni og geta tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli aðfaranótt miðvikudags 21. júlí kl. 01:00.

Leikdagar lokaúrslita NBA deildarinnar

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn undir lokin. Hann var þó frekar sveiflukenndur, Suns unnu fyrsta leikhluta með 16 stigum. Bucks annan leikhluta með 19 stigum, en fyrir lokaleikhlutann voru þeir 10 stigum yfir.

Síðustu 2 mínútur leiksins:

https://www.youtube.com/watch?v=WlMsITa2Cpw

Undir lokin mátti ekki miklu muna að þeir hefðu náð að kasta sigrinum frá sér, en sýndu Giannis Antetokounmpo, Khris Middleton og Jrue Holiday mátt sinn og megin og sigldu skútunni í höfn.

Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var Devin Booker með 40 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Bucks var Jrue Holiday með 27 stig, 4 fráköst, 13 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Það helsta úr leik Suns og Bucks:

https://www.youtube.com/watch?v=QzK4FaTTN3k
Fréttir
- Auglýsing -