spot_img
HomeFréttirMiklar breytingar hjá Tindastól

Miklar breytingar hjá Tindastól

Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar Tindastóls og þjálfari hafa ákveðið að gera breytingar á leikmannahópi sínum í Iceland Express deildinni. Þremur af fjórum erlendum leikmönnum hefur verið sagt upp störfum og í staðinn koma tveir nýir leikmenn.

 
Það eru þeir Josh Rivers, Dimitar Petrushev og Radoslav Kolev sem hverfa á braut en í þeirra stað koma tveir Bandaríkjamenn, Sean Cunningham sem einnig er með hollenskt vegabréf og Hayward Fain. Cunningham er ætla að spila stöðu leikstjórnanda en Hayward Fain er framherji.
Það var mat stjórnar og þjálfara að styrkja þyrfti leikmannahópinn og fá inn öflugri leikmenn í stað þeirra þriggja sem látnir voru fara. Með þessum breytingum vonast stjórn deildarinnar til þess að liðið komist á sigurbraut, en greinileg batamerki voru á liðinu í leiknum gegn Snæfelli á dögunum.
Sean Cunningham er væntanlegur til landsins á mánudag og stefnt er á að Hayward komi til liðsins um næstu helgi.

www.tindastoll.is

Mynd: www.fcaa.com / Hayward Fain

Fréttir
- Auglýsing -